Um okkur
Við erum mæðgur búsettar á Selfossi, mamman Þórunn kemur frá Dölunum og þaðan kemur nafnið Daley sem dóttirinn ber sem millinafn, Helena Daley.
Árið 2024 eignaðist Helena Daley yngri systir og 6 ára aldursmunur er a systrunum.
Einn daginn ákvað eg að kaupa kertaform- mig hafði lengi langað að prufa gera kerti en aldrei gert neitt úr því, Helenu lýst ótrúlega vel a það og við ákváðum í sameiningu að þetta yrði svona okkar að gera saman, okkar samverustund sem við gætum átt saman eftir að litla systir kom í heiminn.
Við leggjumst í rannsóknarvinnu með kertavax því við vorum hvorugar tilbúnar að gera kerti sem væru mögulega eitruð eða ekki góð fyrir okkur eða umhverfið og komumst að þeirri niðurstöðu að okkur leyst best a kókosvax og við vinnum 70% með kókosvax eða öll frístandandi kerti ekki í gleri eru úr soyja vaxi.
Þetta kom svo miklu betur út en okkur óraði fyrir og allir að segja okkur að prufa selja kertin okkar og það fór langt fram úr okkar björtustu vonum og hér erum við í dag- enn með okkar samverustund sem við eigum saman, orðnar algjörar kertakonur og við elskum það, sú stutta fær að taka sér pásur inna milli og þa sér mamma alveg alfarið um þetta en svo kemur hun inn a milli þegar hún vill.
Þetta er allt heimagert hvert einasta kerti og þvi enginn kerti eins, við gerum þetta af mikilli ást og umhyggju svo þessvegna elskum við hverja einu og einustu pöntun sem við fáum fra ykkur.
Takk fyrir að styðja við heimagerða kertagerð og við íslenska framleiðslu!
Ástarkveðjur frá mæðgunum Þórunni Lilju og Helenu Daley
